Í héraðsnefnd sitja prófastur, einn prestur og einn leikmaður ásamt varamönnum þeirra. Kosið er í héraðsnefnd á héraðsfundi og er prestur og leikmaður kosinn til tveggja ára í senn. Prófastur er ætíð formaður héraðsnefndar.
Héraðsnefnd fundar reglulega og hefur umsjón með héraðssjóði og sér um sameiginlega hagsmunagæslu prófastsdæmisins í umboði héraðsfundar.
Héraðsnefnd sitja:
- Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur
- Margrét Jónsdóttir, Syðri-Velli
- Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson