Prófastur hefur boðað til héraðsfundar Suðurprófastsdæmis árið 2021 sem verður haldinn í Skálholti, laugardaginn 2. október nk. frá kl. 11.00 – 15.00.
Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn. Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt.
Dagskrá fundarins
- Helgistund í umsjá sr. Axels Árnasonar Njarðvík
- Yfirlitsskýrsla prófasts
- Ársreikningur héraðssjóðs 2019 og 2020
- Starfsskýrslur sókna og presta fyrir árin 2019 og 20 lagðar fram, og ársreikningar sókna og kirkjugarða fyrir árið 2019
- Umræður um skýrslur og starfið
- Stefnumótun Þjóðkirkjunnar
- Kirkjuþingsmál
- Kosningar
- Önnur mál
- Fundarslit
°°°°°°
Hádegisverðarhlé verður gert á fundinum kl. 12.15