Héraðsfundur 2021 boðaður

posted in: frá prófasti | 0

Prófastur hefur boðað til héraðsfundar Suðurprófastsdæmis árið 2021 sem verður haldinn í Skálholti, laugardaginn 2. október nk. frá kl. 11.00 – 15.00.

Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn.  Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og  starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá fundarins

  1. Helgistund í umsjá sr. Axels Árnasonar Njarðvík
  2. Yfirlitsskýrsla prófasts
  3. Ársreikningur héraðssjóðs 2019 og 2020
  4. Starfsskýrslur sókna og presta fyrir árin 2019 og 20 lagðar fram, og ársreikningar sókna og kirkjugarða fyrir árið 2019
  5. Umræður um skýrslur og starfið
  6. Stefnumótun Þjóðkirkjunnar
  7. Kirkjuþingsmál
  8. Kosningar
  9. Önnur mál
  10. Fundarslit

°°°°°°

Hádegisverðarhlé verður gert á fundinum kl. 12.15