Skrifstofur prófastsdæmisins er í Hruna í Hrunamannahreppi og í safnaðarheilmilinu á Hellu. Prófstur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.
Héraðsprestur er sr. Axel Árnason Njarðvík.
- Viðtalstími prófasts er þriðjudaga – föstudaga kl. 11.00 – 12:00 í síma 856 1572, netfang er oskar.hafsteinn.oskarsson@kirkjan.is
Meðal þeirra verkefna sem prófastsskrifstofan annast er undirbúningur og framkvæmd margvíslegra námskeiða og funda og ýmis konar þjónusta við starf söfnuðanna og sérþjónustunnar. Þá er leitað til prófastsskrifstofunnar með fyrirspurnir og beiðnir, bæði frá kirkjulegum aðilum utan prófastsdæmis, einstaklingum og fjölmiðlum.
Starf prófasts er samkvæmt starfsreglna um prófasta (Starfsreglur um prófasta) m.a. eftirfarandi:
Prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu, embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknarnefnda. Hann er tilsjónarmaður og ráðgjafi þessara aðila.
Prófastur sér til þess að sóknarbörn njóti þeirrar prestsþjónustu sem þeim ber. Hann skipuleggur afleysingaþjónustu vegna vikulegs frídags, skammvinnra veikinda og sumarleyfa presta í prófastsdæminu. Hann annast um viðveruskyldu og skipulag bakvakta, m.a. í ljósi viðbragðaáætlunar kirkjunnar við hópslysum.
Prófastur skal hafa eftirlit með því, að prestar skili starfsskýrslum til þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar og Þjóðskrár Íslands.
Prófastur sér til þess að vígðir þjónar kirkjunnar í prófastsdæminu njóti tilskilinna réttinda s.s. til orlofs og námsleyfa.
Prófastur er trúnaðarmaður biskups og ráðgjafi í kirkjulegum málum.
Prófastur fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna.
Prófastur er, sem fulltrúi biskups Íslands í prófastsdæminu, leiðtogi og verkstjóri vígðra þjóna prófastsdæmisins.
Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum kirkjuþings er varðar kirkjulegt starf í prófastsdæminu.
Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess, gagnvart stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum.