Á héraðsfund mæta þjónandi prestar og djáknar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, þar af annar formaður og kirkjuþingsmenn. Auk þeirra eiga rétt á setu á fundinum aðrir sóknarnefndarmenn og starfsmenn kirknanna með málfrelsi og tillögurétt.
Eru formenn vinsamlegast beðnir um að boða öðrum fundinn innan sinnar sóknarnefndar.
Starfsskýrslur sóknarnefnda berist prófasti.